Kjósum Stein Loga Björnsson

í stjórn Icelandair

Ég, Steinn Logi Björnsson,

sækist eftir sæti í stjórn Icelandair á aðalfundi félagsins 12. mars 2021 nk.

Til þess að styðja mig þarft þú, sem hluthafi í Icelandair,

að veita mér umboð á rafrænum aðalfundi til að ég geti greitt atkvæði fyrir þína hönd.

Leiðbeiningar:

  1. Ná þarf í umboðið með takkanum hér að ofan
  2. Fylla þarf umboðið út nafn, kennitölu, staðsetningu og undirskrift á blaðið
  3. Senda það inn skannað sem viðhengi á netfangið: steinn.logi.bjornsson@gmail.com eigi síðar en á hádegi á sunnudaginn 7. mars 2021

Hver er Steinn Logi Björnsson?

Steinn Logi Björnsson er 61 árs gamall fyrrverandi forstjóri Bláfugls/Bluebird Nordic. Hann er útskrifaður með MBA gráðu frá Columbia University árið 1985.

Á árunum 1985-2005 starfaði Steinn Logi hjá Icelandair og tók þar þatt í að skapa það félag sem Icelandair er í dag og byggja þar upp leiðarkerfi og markaðsstarf félagsins.

Hvers vegna framboð?

Tilnefningarnefnd hluthafa sem í sitja Úlfar Steindórsson stjórnarformaður, Helga Árnadóttir starfsmaður Bláa Lónsins og Hjörleifur Pálsson sjálfstætt stafandi ráðgjafi, hafa lagt til að engin breyting verði gerð á stjórn frá því sem nú er.  Ég tel þetta mjög óeðlilegt í ljósi þess að 11.000 nýir hluthafar bættust í hópinn og auk þess tóku 2 stærstu hluthafarnir LIVE og Par Capital með samtals um 25% af atkvæðum í síðustu kosningum ekki þátt í hlutafjárútboðinu.

Með þessu er ég ekki að gagnrýna stjórnarmenn fyrir þeirra störf, heldur finnst mér bara alltaf eðlilegt að hluthafar komi beint að kosningu stjórnar.


Ég hef miklar taugar til Icelandair eftir að hafa starfað þar í 20 ár og í 26 ár í flugbransanum.  Ég tel því reynslu mína, þekkingu og áhuga geti gagnast félginu vel.

Reynsla

Yfir 20 ára reynslu í stöfum mínum fyrir Icelandair. Átti þátt í uppbyggingu á leiðarkerfinu og markaðsstarfinu.

Ástríða

Á 26 ára reynslu úr íslenska flugrekstrarumhverfinu. Hef mikla reynslu af flugrekstrarmálum, viðhaldsmálum og fjármálum auk þess sem ég hef reynslu af kaupum, sölu og leigu flugvéla.

Hluthafi

Hef alltaf verið hluthafi og tók þátt í hlutafjárútboðinu í haust.

Ferðaþjónusta

Ég var fyrsti formaður SAF og hef mikla reynslu af íslenskri ferðaþjónustu í gegnum víðtæka stjórnarsetu.

Skilyrðin

Tel mig mæta betur en flestir þeim skilyrðum sem Tilnefningarnefnd hefur tiltekið og sett fram fyrir vali á stjórnarmönnum.

Taktu þátt

Ég hvet alla hluthafa að koma sjálfir að kosningu stjórnar milliliðalaust með því að skrá sig á rafræna fundinn eða veita mér umboð.

Steinn Logi Björnsson

steinn.logi.bjornsson@gmail.com